Skjálfti að stærð 3,9 fannst víða

Grænu stjörnurnar sýna hvar stærstu skjálftarnir mældust. Titringurinn fannst víða …
Grænu stjörnurnar sýna hvar stærstu skjálftarnir mældust. Titringurinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. Kort/Veðurstofa Íslands

Skjálfti af stærð 3,9, með upptök um þrjá km austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, varð kl. 11:40. Skjálftinn fannst  víða á höfuðborgarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli.

Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands, að jarðskjálftahrina hafi hafist á þessu svæði í morgun og mældust tveir skjálfar af stærð 3. Fyrst kl. 07:27 og síðan kl. 07:56 í morgun.

Margir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfar þessara skjálfta.

Uppfært 13:00

Veðurstofa Íslands hefur uppfært stærð skjálftans í 3,9. Var upphaflega talað um 3,8.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka