Víða ófært á hálendisvegum

mbl.is/Styrmir Kári

Vetrarfærð er í öllum landshlutum, víða hálkublettir eða hálka og sums staðar snjóþekja samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Þungfært er norður í Árneshrepp á Vestfjörðum og Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar ófærar. 

Éljagangur og skafrenningur er víða á norðurlandi. Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði, Víkurskarði og Mývatnsöræfum og má búast við að færð versni á fleiri stöðum í kvöld. Dettifossvegur er lokaður.  

Ófært er yfir Fjarðarheiði austanlands en annars snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á fjallvegum og má búast við að færð versni í kvöld. Ófært yfir Öxi og Breiðdalsheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert