Mengunarskýið verður efnagreint

Safnað var loft- og ryksýnum á bæði gamlársdag og nýársdag sem send verða til greiningar að sögn Þorsteins Jóhannssonar, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Til verksins var notaður sérstakur svifrykssafnari sem staðsettur er í Hafnarfirði og dregur loft í gegnum síu og safnar í hana og skiptir sjálfvirkt um síu einu sinni á sólarhring.

Frétt mbl.is: Svifryksmetið slegið

Tækið hefur verið notað reglulega undanfarin tvö ár en ekki áður um áramót. Sýnin verða send í efnagreiningu. Nýsköpunarmiðstöð heldur utan um greininguna fyrir Umhverfisstofnun og telur Þorsteinn að líklega verði þungmálmainnihaldið greint af miðstöðinni en önnur greining send til greiningar á erlenda rannsóknarstofu.

Frétt mbl.is: „Þetta er líklega mengunarmet“

Þorsteinn segir aðspurður að hægt verði að greina annars vegar muninn á venjulegum degi þar sem tækið er staðsett og gamlársdegi og nýársdegi hins vegar en gerð var ein mæling hvorn dag. Ekki liggur að hans sögn fyrir hvenær niðurstöður gætu legið fyrir en það kunni hugsanlega að verða um næstu mánaðamót. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert