Miklar breytingar í þinginu

Breytt ásýnd. Nýja byggingin á Alþingisreitnum sem rísa mun við …
Breytt ásýnd. Nýja byggingin á Alþingisreitnum sem rísa mun við hlið Oddfellow-hússins við Vonarstræti verður tekin í gagnið árið 2021.

Um mitt ár hefjast framkvæmdir við byggingu nýs 6.000 fermetra húss Alþingis við Vonarstræti.

Ýmis starfsemi á vegum þingsins, svo sem skrifstofur þingmanna, fastanefnda og þjónustudeilda, sem nú eru í leiguhúsum nærri Alþingishúsinu, flytjast í bygginguna nýju.

Með þessu eiga að geta sparast allmiklir fjármunir. Meðal breytinga sem fylgja munu nýbyggingunni er sú að þingflokkarnir munu ekki lengur hafa föst fundaherbergi, en allt slíkt hefur í meginatriðum verið lengi í föstum skorðum, að því er fram kemur í fréttskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert