Yfirlýsing íþróttakvenna í næstu viku

Greint er frá alvarlegu ofbeldi í sögum sem fylgja yfirlýsingunni.
Greint er frá alvarlegu ofbeldi í sögum sem fylgja yfirlýsingunni.

Yfirlýsing um 1.200 íþróttakvenna í tengslum við #metoo-byltinguna er væntanleg seinnipartinn í næstu viku. Þetta segir Hafdís Inga Hinriksdóttir sem er í forsvari fyrir hópinn.

Til stóð að birta yfirlýsinguna fyrir jól en ákveðið var að bíða með það fram yfir áramót.

„Það er að mörgu sem þarf að huga. Það er mikil vinna sem fylgir þessu,“ segir Hafdís Inga og nefnir að sögurnar sem munu fylgja yfirlýsingunni séu af ýmsum toga. Þar verður meðal annars greint frá alvarlegu ofbeldi.

Greint var frá því á nýársdag að yfirlýsingin væri væntanleg og hafa viðbrögðin við því verið mikil. „Síminn stoppar ekki, það eru allir að tékka á því hvenær þetta kemur,“ segir Hafdís og á við íslenska fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert