Kröpp lægð gengur yfir Vestfirði

Lítil en kröpp lægð gengur yfir Vestfirði og Norðurland vestra …
Lítil en kröpp lægð gengur yfir Vestfirði og Norðurland vestra í nótt. mbl.is/Sigurður Bogi

Búast má við sunnan og suðvestan hvassviðri eða stormi í nótt og snjókomu um tíma, fyrst vestantil, en slydda eða rigning verður við suðurströndina.

Gul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og á Norðurlandi vestra. Á Vestfjörðum er talsverð snjókoma en kröpp lægð gengur yfir svæðið með talsverðri snjókomu. Lægðin hefur einnig áhrif á Ströndum og Norðurlandi vestra þar sem er suðvestan hvassviðri eða stormur og snjókoma.

Í athugasemd veðurfræðings kemur fram að lægðin sé lítil en kröpp og gengur hún austur yfir landið í nótt og á morgun. Hvass vindur og snjókoma eða slydda fylgja með og verður blint um tíma, fyrst vestantil á landinu, en veðrið gengur hratt yfir.

Með kvöldinu snýst síðan í mun hægari vestanátt og styttir að mestu upp, fyrst vestantil í nótt, en austantil í fyrramálið. Á morgun má búast við breytilegri átt, 5-13 metrum á sekúndu, en hvassara við norður- og austurströndina. Él verður á norðanverðu landinu en úrkomulítið sunnanlands. Frost verður á bílinu 0-8 stig, en hlánar um tíma sunnantil seint í nótt og í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert