Alelda einbýlishús

mbl.is/Hjörtur

Mikill viðbúnaður er vegna elds í einbýlishúsi í Stardal inn af Mosfellsdal. Húsið er alelda og þakið fallið saman samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn var húsið þegar alelda og tekin ákvörðun um að leyfa því að brenna niður í ljósi aðstæðna en verja þess í stað svæðið í kring. Meðal annars útihús á staðnum.

Talið er að húsið hafi ekki verið í notkun í einhvern tíma en einn er skáður til heimilis í því. Staðfest hefur verið að hann var ekki á staðnum og að húsið sé mannlaust.

Þrír dælubílar voru sendir á staðinn og tveir tankbílar. Fimmtán slökkviliðsmenn eru á staðnum.

Eldsupptök eru ókunn en verða rannsökuð þegar eldurinn hefur slokknað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka