Lægð fer yfir landið í nótt

„Miklir umhleypingar eru í veðrinu þessa dagana. Suðaustan hvassviðri og sums staðar stormur og hlýnar í veðri. Víða vætusamt og talsverð eða mikil rigning um landið suðaustanvert síðdegis. Veðrið gengur niður um landið vestanvert þegar líður á kvöldið.“

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vefsíðu Veðurstofu Íslands í dag. Þar segir einnig að lítil lægð fari norður yfir landið í nótt með rigningu og snjókomu bæði á Suðurlandi og síðar einnig á Norðurlandi í fyrramálið. Þá hvessi um tíma norðaustantil í kringum hádegið.

„Gengur niður eftir hádegi, en næsta veður nálgast hratt með suðaustan hvassviðri eða stormi annað kvöld með talsverðri rigningu. Því má víða búast við hálku á vegum.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert