Kristján Valur sinnir verkefnum þar til nýr biskup tekur við

Dómkirkjan í Skálholti.
Dómkirkjan í Skálholti. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Kirkjuráð hefur gert samkomulag við fráfarandi vígslubiskup í Skálholti, Kristján Val Ingólfsson, um að sinna ákveðnum verkefnum þar til nýr vígslubiskup tekur við.

Þetta er haft eftir Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, í Morgunblaðinu í dag.

Nýjar kosningar um embætti vígslubiskups í Skálholti hefjast með rafrænu forvali frá hádegi 2. febrúar til hádegis 7. febrúar. Kosningin sjálf fer fram með póstkosningu dagana 9. mars til og með 21 mars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert