90% námsefnis háskóla á ensku

Hafdís Ingvarsdóttir (t.v.) og Birna Arnbjörnsdóttir, ritstjórar Language Development across …
Hafdís Ingvarsdóttir (t.v.) og Birna Arnbjörnsdóttir, ritstjórar Language Development across the Life Span. Ljósmynd/Valgerður Jónasdóttir

„Ef ekkert verður að gert er hætta á að Íslendingar verði hvorki góðir í íslensku né ensku,“ segir Hafdís Ingvarsdóttir, ein höfunda og ritstjóra bókarinnar Language Development across the Life Span.

Hafdís segir bókina byggða á sjö ára rannsókn íslenskra fræðimanna á áhrifum ensku sem alþjóðlegs tungumáls hér á landi. Rannsóknirnar nái aftur til ársins 2009 og markmiðið hafi verið að fá heildaryfirsýn yfir stöðu enskunnar á Íslandi, hversu mikið fólk notar hana, hvernig hún sé kennd og hver séu viðhorf barna, unglinga og fullorðinna til ensku. Einnig viðhorf háskólasamfélagsins og atvinnulífsins.

„Niðurstaðan var sú að Íslendingar væru svolítið eins og strúturinn. Enska hefur enn stöðu erlends tungumáls í námskrá, sem gengur ekki,“ segir Hafdís.

Sjá samtal við Hafdísi Ingvarsdóttur í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert