Vatn flæðir yfir vegi á Austurlandi

Vegurinn á milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar verður lokaður til morguns.
Vegurinn á milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar verður lokaður til morguns. Mynd/Vegagerðin

Vegurinn á milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar er lokaður vegna vatnaskemmda og verður vegurinn lokaður til morguns. Mikið vatn er víða fyrir austan, til að mynda í Reyðarfirði og Norðfirði, og getur vatn flætt yfir vegi og eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Aðalvegir eru að mestu greiðfærir á Suður- og Vesturlandi en hálkublettir á öðrum leiðum. Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Víða er greiðfært á Norðurlandi en þó eru hálkublettir á nokkrum leiðum. 

Á Austurlandi er víða greiðfært en þó eitthvað um hálkubletti. Mjög hvasst er á Fjarðarheiði og á Vatnsskarði eystra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert