Leita karlmanns í Árbænum

Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd úr safni.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út um klukkan átta í morgun vegna leitar að eldri karlmanni í Árbænum.

Kallaðir voru út leitarflokkar, leitarhundar og sporhundur. Voru um 70 björgunarsveitamenn komnir út klukkan níu í morgun og leita nú stórt svæði í um 20 hópum að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert