Lokahátíð Syrpurappsins í Smáralind

Lokahátíð syrpurappsins verður haldin í Smáralind í dag.
Lokahátíð syrpurappsins verður haldin í Smáralind í dag. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Lokahátíð Syrpurappsins fer fram í Smáralindinni klukkan eitt í dag, en syrpurapp er keppni ætluð krökkum á aldrinum 7-12 ára þar sem keppt er um besta íslenska rapptextann. Streymt verður frá keppninni í beinni á mbl.is.

Verðlaun verða fyrir efstu þrjú sætin í keppninni samkvæmt  niðurstöðu dómnefndar og netkosningar. Í dómnefnd voru Úlfur Úlfur, Íris Edda Nowenstein íslenskufræðingur og María Johnson frá Eddu útgáfu.

Keppnin hófst í nóvember og voru lokaskil á textum 17. des. 10 bestu textarnir, að mati dómnefndar, voru síðan settir á netið 27. desember og gat almenningur þar kosið þann texta sem honum fannst bestur.

Mjög góð þátttaka var í keppninni og fjöldinn allur af mjög góðum textum barst og því var val dómnefndar vandasamt.

Vinningshafinn fær tækifæri til að eyða tíma í Stúdío Sýrlandi með strákunum í Úlfi Úlfi við upptökur og framleiðslu á laginu sínu. Að auki fær hann 10 stúdío tíma í Stúdío Sýrlandi ásamt árs áskrift að Syrpu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert