Vilja hótel í Hallarmúla

Hallarmúli 2. Hugmyndir eru um að byggja hærri byggingu á …
Hallarmúli 2. Hugmyndir eru um að byggja hærri byggingu á lóðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borgarráð hefur samþykkt samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Hallarmúla 2. Tölvutek er nú með verslun í húsinu. Það er sunnan við Hilton Reykjavík Nordica á Suðurlandsbraut 2.

Fram kemur í samþykkt borgarráðs að fasteignin í Hallarmúla 2 hafi verið byggð 1971. Lóðin sé tæplega 3.100 fermetrar.

Borgin gerir umrætt samkomulag við félagið HM2 ehf. Það er til heimilis í Borgartúni 24. Samkvæmt Creditinfo eiga þrír fjárfestar jafnan hlut í félaginu. Þeir heita Stefán Már Stefánsson, Ellert Aðalsteinsson og Elmar Freyr Jensen.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert