Bíða stokkalausnar og vilja minni framkvæmdir á meðan

Oft er mikið álag á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar við Vífilsstaðaveg og …
Oft er mikið álag á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar við Vífilsstaðaveg og Lyngás. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vegagerðin kynnti í haust tillögur til úrbóta á Hafnarfjarðarvegi í gegnum Garðabæ. Þær fólu í sér talsverðar breytingar á samgöngumannvirkjum og átti að ráðast í framkvæmdir í vor.

Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa nú óskað eftir því við Vegagerðina að skoðaðar verði endurbætur sem séu umfangsminni en fyrri tillögur og fram fari greining á öðrum lausnum og kostnaði.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri að samkvæmt aðalskipulagi Garðabæjar frá 2006 sé miðað við að Hafnarfjarðarvegur verði lagður í stokk milli Vífilsstaðavegar og Lyngáss og þar verði mislæg gatnamót. Stokkalausn sé enn helsta krafa bæjaryfirvalda en tillögurnar séu ekki í samræmi við aðalskipulag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert