Heimilt að leggja 76% toll á franskar

Franskar kartöflur máttu bera 76% verðtoll.
Franskar kartöflur máttu bera 76% verðtoll. mbl.is/Brynjar Gauti

Ríkinu var heimilt að leggja á 76% verðtoll á innfluttar franskar kartöflur ár árunum 2010-2014. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar, en fyrirtækin Innnes og Hagar töldu gjaldtöku tollsins vera í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar.Höfðu þau farið fram á endurgreiðslu gjaldanna fyrir tímabilið.

Hæstiréttur staðfestir með þessu niðurstöðu héraðsdóms sem hafði komist að sömu niðurstöðu. Telur rétturinn að gjaldið teldist vera skattur, enda væri það lagt á tiltekna hópa einstaklinga eða lögaðila samkvæmt einhliða ákvörðun ríkisins.

Fyrirtækin fóru til vara fram á að verðtollurinn yrði miðaður við tolla af frönskum kartöflum sem getið er á um í fríverslunarsamningum við Perú og Kanada þar sem þær bera 46% toll. Hæstiréttur hafnaði þessu og segir í dóminum að beiðnin feli í sér að dómstólar breyti ákvörðun löggjafans um upphæð tolls, en slíkt sé ekki á valdi dómstóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka