Skortur á legurými er ein helsta skýringin á frestun

Skortur á legurými bæði á gjörgæslu og deildum er helsta …
Skortur á legurými bæði á gjörgæslu og deildum er helsta skýringin á frestun aðgerða. mbl.is/Ómar Óskarsson

Skortur á legurými er helsta skýring þess að Landspítalinn þarf stundum að grípa til þeirra úrræða að fresta fyrirfram skipulögðum og ákveðnum aðgerðum.

Jafnframt getur spítalinn þurft að grípa til frestana þegar bráðaaðgerðir eru fleiri en alla jafna.

Samkvæmt upplýsingum Margrétar Guðjónsdóttur, verkefnisstjóra skurðlæknasviðs Landspítalans, getur þurft að fresta skipulögðu prógrammi þegar bráðaaðgerðir eru fleiri en spítalinn ræður við, svo sem vegna slysa, hálku o.fl. „Skortur á rýmum er einnig tilkominn þegar ekki er hægt að útskrifa sjúklinga í viðeigandi úrræði þegar meðferð lýkur á spítalanum og einnig er um að ræða færri opin sjúkrarúm vegna skorts á hjúkrunarfræðingum,“ segir m.a. í svari Landspítalans við fyrirspurn Morgunblaðsins í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert