Allt um Söngvakeppnina

Daði Freyr heillaði landsmenn upp úr skónum í Söngvakeppninni í …
Daði Freyr heillaði landsmenn upp úr skónum í Söngvakeppninni í fyrra. Ljósmynd/Mummi Lú

Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu.

Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar og Aron Hannes snúa aftur til leiks. Hægt er að hlusta á lögin á heimasíðu keppninnar, songvakeppni.is, sem og á streymisveitunni Spotify, Youtube og tonlist.is. Lögin verða flutt á íslensku í undankeppninni, en í úrslitum er þátttakendum heimilt að flytja lagið á öðrum málum.

Erlend Eurovision-stjarna treður upp

Keppnin í ár verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Undanúrslit fara fram í Háskólabíói laugardagana 10. og 17. febrúar, en í hvorri keppni stíga sex flytjendur á stokk.  Þeir þrír flytjendur sem hljóta flest atkvæði í símakosningu í hvorri keppni fara svo áfram í úrslitakeppnina. Hún verður haldin í Laugardalshöll 3. mars og mun erlend Eurovision-stjarna koma fram, líkt og undanfarin ár, að því er segir í tilkynningu frá RÚV.

Í fyrra var norski hjartaknúsarinn Alexander Rybak leynigestur Söngvakeppninnar en hann vann Eurovision árið 2009 með laginu Fairytale en ásamt honum flutti Svíinn Måns Zelmerlöw tvö lög. Hann sigraði keppnina 2015.

Måns Zelmerlöw tróð upp á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í fyrra ásamt …
Måns Zelmerlöw tróð upp á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í fyrra ásamt Alexander Rybak. DIETER NAGL


Keppnirnar þrjár verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV en fólki gefst einnig kostur á að kaupa sér miða á viðburðina og hefst sala fimmtudaginn 25. janúar á vefnum tix.is. Miðaverð er 2.900 krónur á undankeppnirnar en 4.900 krónur á úrslitin. Sigurlagið verður framlag svo Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin verður í Lissabon í Portúgal 8., 10. og 12. maí.

Stýrir keppninni í tíunda sinn

Kynnir keppninnar er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sem einnig situr í framkvæmdastjórn. Þetta er í tíunda sinn sem hún stýrir keppninni, en hún hefur gert það allar götur frá árinu 2007, að undanskildum árunum 2012 og 2013.

„Hún er orðin ansi reynslumikil í þessu. Það er mikið meira en að segja það að halda uppi svona showi,“ segir Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV sem einnig situr í framkvæmdastjórn keppninnar. „Þú þarft að vera með útsendingarbílinn í eyrunum og halda utan um þetta allt saman, og maður treystir ekki hverjum sem er í það. Við verðum að nota fólk sem er með mikla reynslu og hún hefur hana. Hún er ótrúlega dýrmæt í þessu.“

Salka Sól, Ragnhildur Steinunn og Guðrún Dís kynntu Söngvakeppnina 2015.
Salka Sól, Ragnhildur Steinunn og Guðrún Dís kynntu Söngvakeppnina 2015. Skjáskot af Rúv.is

Ragnhildur sér um alla dagskrárgerð í aðdraganda keppninnar, þar á meðal kynningarþáttinn sem sýndur var á RÚV í kvöld og innslög um keppendur sem sýnd eru áður en þeir stíga á stokk. „Þetta er miklu meira en að fá smink og fara í kjól,“ segir Birna.

Lög og flytjendur

Lag:  Golddigger / Gold Digger

Höfundar lags:  Sveinn Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson og Oskar Nyman

Höfundur íslensks texta:  Valgeir Magnússon

Höfundar ensks texta:  Valgeir Magnússon og Tara Nabavi

Flytjandi:  Aron Hannes

Lag:  Hér með þér / Here for you

Höfundar lags:  Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason

Höfundar íslensks texta:  Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason

Höfundar ensks texta:  Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason

Flytjendur:  Áttan - Sonja Valdín og Egill Ploder

Lag: Heim / Our Choice

Höfundur lags:  Þórunn Erna Clausen

Höfundur íslensks texta:  Þórunn Erna Clausen

Höfundur ensks texta:  Þórunn Erna Clausen

Flytjandi:  Ari Ólafsson

Lag:  Aldrei gefast upp / Battleline

Höfundur/ar lags:  Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Michael James Down og Primoz Poglajen

Höfundur/ar íslensks texta:  Þórunn Erna Clausen og Jonas Gladnikoff

Höfundur/ar ensks texta:  Jonas Gladnikoff og Þórunn Erna Clausen

Flytjandi/Flytjendur:  Fókus hópurinn:  Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Karitas Harpa Davíðsdóttir og Eiríkur Þór Hafdal

Lag:  Í stormi / Saviours

Höfundur/ar lags: Júlí Heiðar Halldórsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Júlí Heiðar Halldórsson og Þórunn Erna Clausen

Höfundur/ar ensks texta:  Júlí Heiðar Halldórsson og Guðmundur Snorri Sigurðarson

Flytjandi/Flytjendur:  Dagur Sigurðarson

Lag:  Svaka stuð / Heart Attack

Höfundur/ar lags:  Agnes Marinósdóttir, Aron Þór Arnarsson og Marino Breki Benjamínsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Agnes Marinósdóttir, Stefanía Svavarsdóttir og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.

Höfundur/ar ensks texta:  Agnes Marinósdóttir

Flytjandi/Flytjendur:  Stefanía Svavarsdóttir, Agnes Marinósdóttir og Regína Lilja Magnúsdóttir

Lag:  Ég mun skína / Shine

Höfundur/ar lags:  Þórunn Antonía og Agnar Friðbertsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Þórunn Antonía

Höfundur/ar ensks texta:  Þórunn Antonía

Flytjandi/Flytjendur:  Þórunn Antonía

Lag:  Litir / Colours

Höfundur/ar lags:   Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Höfundur/ar íslensks texta:   Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Höfundur/ar ensks texta:   Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Flytjandi/Flytjendur:  Guðmundur Þórarinsson

Lag:  Brosa / With You

Höfundur/ar lags:  Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Höfundur/ar ensks texta:  Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Flytjandi/Flytjendur:  Þórir Geir Guðmundsson og Gyða Margrét Kristjánsdóttir

Lag:  Ég og þú / Think It Through

Höfundur/ar lags:  Tómas Helgi Wehmeier, Sólborg Guðbrandsdóttir og Rob Price

Höfundur/ar íslensks texta:  Davíð Guðbrandsson

Höfundur/ar ensks texta:  Tómas Helgi Wehmeier, Sólborg Guðbrandsdóttir og Rob Price

Flytjandi/Flytjendur:  Tómas Helgi Wehmeier og Sólborg Guðbrandsdóttir

Lag:  Óskin mín / My Wish

Höfundur/ar lags:  Hallgrímur Bergsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Hallgrímur Bergsson

Höfundur/ar ensks texta:  Hallgrimur Bergsson og Nicholas Hammond

Flytjandi/Flytjendur:  Rakel Pálsdóttir

Lag: Kúst og fæjó

Höfundur/ar lags:  Heimilistónar (Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir)

Höfundur/ar íslensks texta:  Heimilistónar

Flytjandi/Flytjendur:  Heimilistónar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert