Lögunum lekið á netið

Svala Björgvinsdóttir var fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í …
Svala Björgvinsdóttir var fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube.

Þetta kemur fram á vefsíðu RÚV. Þar segir einnig að listi með öllum þátttakendum hafi verið gerður opinber á aðdáendasíðum tengdum keppninni.

Talið er að lögin og listinn hafi fyrst birst á rússneskum samfélagsmiðli, þaðan sem þeim var dreift áfram. Ríkisútvarpið hafði samband við Youtube og var efnið fjarlægt þaðan.

„Lærdómurinn sem við drögum af þessu er að gæta verður enn betur að leyndinni sem hvíla á yfir lögunum,“ sagði Birna Ósk Hansdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn keppninnar, við RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert