Segir sínar sögur síðar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni.

Frá þessu greindi Katrín í kvöldfréttum RÚV.

Sjálf segist Katrín eiga Metoo-sögur, eins og flestar konur. „Það sem er kannski merkilegt við þessa vakningu er að margt hefur rifjast upp sem maður hefur sett á bak við sig,“ sagði Katrín og bætti við að hún muni segja frá því síðar.

Katrín sagði að karlmenn hefðu haft samband við hana og beðist afsökunar á atvikum. Hún sagðist hafa hitt mann um daginn sem kvaðst halda að allir karlmenn í samfélaginu hafi verið að endurhugsa allt eftir byltinguna.

„Það er auðvitað gott því ég held að það sé mikilvægt að við veltum þessu fyrir okkur hvert og eitt, í okkar huga og hjarta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert