Gera kröfu í dánarbú meints geranda

Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði hf. er í fullri eigu Reykja­vík­ur­borg­ar.
Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði hf. er í fullri eigu Reykja­vík­ur­borg­ar. Ljósmynd/Af vef Höfða

Óskað verður eftir opinberri rannsókn á meintum fjárdrætti fyrrverandi starfsmanns Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. á árunum 2010-2015.  Lögmanni Höfða hefur verið falið að gera kröfu í dánarbú meints geranda.

Fyrrverandi deild­ar­stjóri sölu- og fjár­mála­deild­ar Mal­bik­un­ar­stöðvar­inn­ar Höfða er grunaður um að hafa gerst sek­ur um fjár­mála­m­is­ferli er hann starfaði hjá fyr­ir­tæk­inu sem er í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar. Viðkom­andi er lát­inn. 

Samkvæmt skýrslu Endurskoðunarnefndar styrktist grunur um að fyrrverandi starfsmaðurinn hafi dregið sér fé með greiðslu á tilhæfulausum reikningum að upphæð rúmlega 30 milljónir króna. Engar vísbendingar eru um aðild annarra starfsmanna fyrirtækisins að meintum brotum.

„Ég geri ráð fyrir því að aðalfundurinn verði í mars,“ segir Margrét S. Björnsdóttir, formaður Höfða, en þá verður kosin ný þriggja manna stjórn. Tveir stjórnarmanna sem sitja nú í stjórn sátu þar einnig á tímabilinu sem er til rannsóknar og þeir hafa ákveðið að stíga til hliðar. Margrét er annar þessara stjórnarmanna en hún segist hafa ákveðið að stíga til hliðar vegna formlegrar ábyrgðar.

Hún segir að farið verði yfir alla ferla fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að svona nokkuð gerist aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert