1,5 milljóna gjald á 100 fermetra íbúð

Hugmynd að fjölbýlishúsi að Furugerði 23.
Hugmynd að fjölbýlishúsi að Furugerði 23. Tölvuteikning/Arkís

Reykjavíkurborg innheimtir sem svarar 1,5 milljónum króna í innviðagjald á hverja 100 fermetra í fyrirhuguðum íbúðum í Furugerði við Bústaðaveg. Gjaldið kemur til viðbótar gatnagerðargjaldi. Það nemur samtals um 50 milljónum króna.

Óli Örn Eiríksson, deildarstjóri atvinnuþróunar hjá skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni, segir innviðagjaldið mismunandi.

„Gjaldið tekur mið af aðstæðum hverju sinni. Stundum eru byggingarlóðirnar við hliðina á fyrirhugaðri borgarlínu og stundum koma aðilar með samfélagslega innviði til viðbótar við samgönguinnviði. Það er að segja samfélagslega innviði í skilningnum félagslegt húsnæði eða leiguíbúðir. Gjaldið er því mismunandi eftir reitum,“ segir Óli Örn.

Varðandi innviðagjaldið í Furugerðinu bendir Óli Örn á að ef börnum fjölgi með fleiri íbúðum fylgi því kostnaður. Borgin sé að meta húsnæðisþörf Knattspyrnufélagsins Víkings í Víkinni. Það komi senn á fjárhagsáætlun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert