Vonar að byltingin haldi áfram

Fundurinn nefndist Vor í Verkó.
Fundurinn nefndist Vor í Verkó. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í næstu kosningum um stjórn stéttarfélagsins Eflingar verður boðinn fram nýr listi undir formerkjum um endurreisn verkalýðshreyfingarinnar. Hann var kynntur á baráttu- og samstöðufundi í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Formannsefni listans er Sólveig Anna Jónsdóttir.

„Ég fékk gæsahúð. Ég var orðlaus yfir kraftinum í fólkinu og stemningunni,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem var einn af frummælendum fundarins. Hann segir löngu tímabært að í stjórn verkalýðsfélaganna sitji fólk sem er sprottið úr grasrótinni en ekki einstaklingar sem hafa hagsmuna að gæta.

Yfirskrift fundarins var: Vor í Verkó. Endurreisum verkalýðshreyfinguna undir nýrri …
Yfirskrift fundarins var: Vor í Verkó. Endurreisum verkalýðshreyfinguna undir nýrri forystu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er nauðsynlegt að félagsmenn hafi val um að kjósa málefnalegt fólk sem kemur úr grasrótinni. Auðvitað vona ég að ef þetta framboð nær kjöri að það verði gríðarlegar  breytingar á verkalýðshreyfingunni,“ segir Ragnar Þór. Hann bendir á að frá því að hann tók sjálfur þátt í starfi verkalýðsfélagsins hafi hann viljað sjá nýliðun í forystu sem kæmi beint úr grasrótinni. 

Hann segir þetta vera að gerast smám saman. Í því samhengi bendir hann á að í öðrum verkalýðshreyfingum hafi orðið breytingar á stjórninni til dæmis í Félagi Kennarasambands Íslands, Félagi grunnskólakennara. „Ég vona að byltingin innan hreyfingarinnar haldi áfram,“ segir Ragnar Þór.      

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta snýst fyrst og fremst um að forysta verkalýðsbaráttunnar hlusti á félagsmenn sína og að þeir finni það,“ segir Ragnar Þór. Í því samhengi nefnir hann: verðtrygginguna, vexti, húsnæðismál og segir enn fremur að ekki hafi verið hægt að taka almennilega á þessum málum „vegna þess að það hefur ekki þótt þóknast þeim öflum sem hafa verið ríkjandi hingað til.“

Hann gagnrýnir forystu Alþýðusambands Íslands sem hann fullyrðir að „skrapi botninn í trausti í þessu samfélagi. Það hafa skoðanakannanir sýnt. Við verðum aldrei sterkari sem heild og samningsstaðan verður aldrei betri en traustið í baklandinu sem hreyfingin hefur.“ Hann bendir á að ef ný stjórn Eflingar verði kosin sé sitjandi forseta ASÍ Gylfa Arnbjörssyni ekki stætt lengur.   

Fundarstjóri var Ellen Kristjánsdóttir söngkona.
Fundarstjóri var Ellen Kristjánsdóttir söngkona. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert