Þrír jarðskjálftar við Bárðarbungu

Enn ein skjálftahrina mældist við Bárðarbungu síðdegis.
Enn ein skjálftahrina mældist við Bárðarbungu síðdegis. mbl.is/RAX

Þrír jarðskjálftar mældust norðaustur af Bárðarbungu síðdegis. Fyrsti skjálftinn var 3,7 að stærð og mældist klukkan 17:48. Annar skjálftinn mældist einungis sekúndu síðar og mældist sá skjálfti upp á 2,9. Stærsti skjálftinn reið yfir klukkan 18, hann mældist um fjóra kílómetra norðaustur af Bárðarbungu og var hann 3,8 að stærð.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er enginn gosórói sjáanlegur á svæðinu þrátt fyrir skjálftahrinuna.

Jarðskjálftavakt Veðurstofunnar 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert