Aukin tíðni strætó stuðli að meiri notkun

Einn vagna strætó var merktur KÞBAVD í kynningarskyni. Hugmyndin kom …
Einn vagna strætó var merktur KÞBAVD í kynningarskyni. Hugmyndin kom frá femínistum. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir það „auðvitað vonbrigði“ að hlutfall strætisvagna í ferðum á höfuðborgarsvæðinu skuli ekki aukast.

Fjallað var um nýja ferðavenjukönnun Gallups í Morgunblaðinu í gær. Hún bendir til að hlutfall strætó af ferðum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið um 4% í fjórum könnunum 2002, 11, 14 og 17. Nýja könnunin var unnin fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðina. Á hinn bóginn bendir könnunin til að farþegum strætó hafi fjölgað um 30% frá 2011.

„Auðvitað eru það vonbrigði að hlutur umhverfisvænna ferðamáta sé ekki að aukast, nema hjólreiða. Þar er aukning. Við höfum velt fyrir okkur hvað þurfi að gera. Það er vitað að tíðni og ferðatími skipta máli í þessu samhengi. Það hefur ekki tekist að stytta ferðatímann. Það hefur orðið aukning í ferðum með einkabíl. Það hefur þau áhrif að allir sitja fastir í umferðinni,“ segir Jóhannes Svavar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert