Braut sér leið inn í héraðsdóm

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Á þriðja tímanum var maður um tvítugt handtekinn af lögreglunni eftir að hafa rifið upp umferðarmerki í miðbænum og notað það til að brjóta sér leið um hurð að Héraðsdómi Reykjavíkur.  Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, er vistaður í fangageymslu þar til hann verður viðræðuhæfur.

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Meðal annars voru fjórir ölvaðir ökumenn teknir úr umferð. Einn þeirra er grunaður um að vera valdur að umferðaróhappi í Skeifunni um kl. 02:00 og gistir hann í fangageymslu vegna framhaldsrannsóknar. Hann er einnig grunaður um að hafa ráðist á farþega sem var í hinni bifreiðinni þannig að meiðsl hlutust af þeirri árás.

 Í Grafarvogi var maður handtekinn skömmu eftir miðnætti vegna gruns um að hann væri að selja fíkniefni og er hann vistaður í fangageymslu vegna framhaldsrannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert