Gátu ekki lent í Keflavík

Flugvöllurinn á Akureyri.
Flugvöllurinn á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þrjár þotur WOW air og Icelandair gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli á tólfta tímanum í gærkvöldi og lentu tvær þeirra á Egilsstöðum en ein á Akureyri.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri lenti flugvél WOW air sem var að koma frá London á flugvellinum á Akureyri um miðnætti og beið af sér veðrið í Keflavík í þrjár klukkustundir. Þar sem vélin var að koma frá Bretlandi, sem er utan Schengen, þurfti að setja upp harðara eftirlit en annars er ef flugvélar eru að koma frá löndum innan Schengen. 

Að sögn lögreglunnar gekk allt vel fyrir sig og biðu farþegar í flugstöðinni þangað til óhætt var að lenda í Keflavík.

Tvær vélar Icelandair sem voru að koma frá Kaupmannahöfn og London lentu á flugvellinum á Egilsstöðum seint í gærkvöldi og biðu þar fram á nótt en gátu síðan lent í Keflavík á þriðja tímanum í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert