Mikill vatnsleki í Ögurhvarfi og Breiðholtsskóla

Mikill vatnselgur sést hér við einn af inngöngum Breiðholtsskóla.
Mikill vatnselgur sést hér við einn af inngöngum Breiðholtsskóla. Ljósmynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú í tveimur stórum útköllum vegna mikilla vatnsleka í Ögurhvarfi og Breiðholtsskóla. Bæði útköllin bárust um hálfáttaleytið í morgun.

Auk fjölmenns liðs slökkviliðsmanna vinnur gröfubíll frá Kópavogsbæ nú einnig að því að útbúa annan farveg fyrir vatnið sem berst inn í Ögurhvarf 6 utan frá. Segir slökkviliðið stífluð niðurföll m.a. ástæðu fyrir vatnselgnum.

Mikið vatn flæddi inn í Breiðholtsskóla. Hér vinna slökkviliðsmenn að …
Mikið vatn flæddi inn í Breiðholtsskóla. Hér vinna slökkviliðsmenn að því að dæla vatninu burtu. mbl.is/​Hari

Þá er mikill vatnsleki einnig í Breiðholtsskóla og hefur vatnið m.a. borist inn í íþróttahús skólans og er fjölmennt lið slökkviliðsmanna einnig að störfum þar.

Nóttin var annars róleg að sögn slökkviliðsmanns á vakt, en þó var farið í útköll vegna 3-4 minni háttar vatnsleka í nótt.

Grafan myndar hér farveg fyrir vatnið sem safnaðist í Ögurhvarfi.
Grafan myndar hér farveg fyrir vatnið sem safnaðist í Ögurhvarfi. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert