Norðurljósahlaup haldið öðru sinni

Norðurljósahlaupið 2017. Hressir krakkar taka myndir til minningar.
Norðurljósahlaupið 2017. Hressir krakkar taka myndir til minningar. Ljósmynd/WOW air

„Þetta er fimm kílómetra skemmtihlaup. Það verður hlaupið eftir myrkur, allir fá blikkandi gleraugu og ljósahólka, þannig að úr verði hlaupandi ljósadýrð.“

Þetta segir Eva Ruza Miljevic skemmtikraftur, sem sér um að hita mannskapinn upp og skemmta þátttakendum í Norðurljósahlaupinu sem haldið verður annað kvöld í Reykjavík.

Eva segir öllum velkomið að taka þátt í að lýsa upp skammdegið, tilgangurinn sé að skapa minningu saman. Hlaupið var haldið í fyrsta sinn í fyrra en þá tóku um þúsund manns þátt. Í ár eru 1.100 miðar í boði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert