Umræða um boðsferð „pólitískt moldviðri“

Skipin Cuxhaven NC og Berlin NC.
Skipin Cuxhaven NC og Berlin NC. Ljósmynd/Samherji

„Það er því fullkomlega eðlilegt að kjörnir fulltrúar mæti og/eða þekkist boð á viðburði sem skipta eða snerta sveitarfélagið á einhvern hátt, hvort sem um er að ræða viðburði á sviði atvinnulífs, mannlífs eða menningar.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samherja.

Ástæðan er sú að siðaregl­ur kjör­inna full­trúa voru umræðuefni á fundi bæj­ar­stjórn­ar Ak­ur­eyr­ar í síðustu viku eft­ir að tveir bæj­ar­full­trú­ar þáðu boð Sam­herja um að vera viðstadd­ir at­höfn í Cuxhaven í Þýskalandi er tveim­ur skip­um voru gef­in nöfn 12. janú­ar.

Í tilkynningunni er bent á að félagið Deutsche Fischfang Union í Þýskalandi, sem er í eigu Samherja hf. á Akureyri, hafi unnið með fyrirtækjum á Eyjafjarðarsvæðinu í nýsmíði skipanna tveggja. Fulltrúum þeirra sem og oddvitum Akureyrar var boðið á kostnað Samherja að vera viðstöddum nafngift skipanna.  

„Þær ásakanir sem fram hafa komið á hendur þeim oddvitum sem þekktust boðið vekja undrun undirritaðra og hörmum við að búið sé til pólitískt moldviðri í þessu samhengi. Endurspegla þær ásakanir frekar þá staðreynd að til eru kjörnir fulltrúar sem sýna atvinnulífi hér á svæðinu lítinn áhuga eða skilning.“

22 einstaklingar skrifa undir yfirlýsinguna sem ýmist starfa hjá Samherja eða í fyrirtækjum sem komur að smíð skipanna með einum eða öðrum hætti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert