Leiðindaveður vofir yfir vestan til

Það má búast við dimmum éljum á morgun.
Það má búast við dimmum éljum á morgun. mbl.is/RAX

Skörp veðurskil verða á milli vesturhluta og austurhluta landsins á morgun. Á vesturhlutanum verður hvassvirði og éljagangur en austan til verður heldur hægari vindur og lítil sem engin úrkoma. 

Þá má nánast draga línu frá norðri til suðurs yfir miðju landinu. Þeir sem búa austan við sleppa ágætlega en þeir sem búa vestan við fá leiðindaveður,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. 

Hann segir að vestan til verði hvöss suðvestan- og vestanátt með dimmum éljum. Nokkuð dimmt verði í fyrramálið og síðan aftur um og eftir hádegi og fram á annað kvöld. Þá fari að draga úr.

Á Hellisheiðinni verður hitastig undir frostmarki og býst Óli Þór við að Vegagerðin muni loka henni á einhverjum tímapunkti. Á Suðvesturlandi getur fryst á blauta vegi, og skyggni og færð geta spillst auðveldlega.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert