Var fastur í krapapytti á snjóbretti

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú síðdegis eftir að tilkynning barst um að drengur á snjóbretti hefði fallið í á við skíðasvæðið á Ísafirði.

Lögreglan á Ísafirði var með töluverðan viðbúnað vegna málsins, en tilkynningin kom inn um sexleytið í kvöld. Betur fór þó en á horfðist og reyndist drengurinn hafa fest sig með fæturna í krapapytti í læk á staðnum.

Ekki reyndist þörf á að flytja hann á sjúkrahús til aðhlynningar og úrskurðaði læknir á staðnum að drengurinn væri ómeiddur eftir volkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert