Áfram óvissustig á Hellisheiði og í Þrengslum

Umferð á Hellisheiði nú á tólfta tímanum, séð úr vefmyndavél …
Umferð á Hellisheiði nú á tólfta tímanum, séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. Ljósmynd/Vegagerðin

Búið er að aflétta óvissustigi sem var í gildi á Hellisheiði og í Þrengslum.

Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að snjóflóðahætta sé möguleg í Súðavíkurhlíð í dag.

Lokanir á vegum

Lokað er á Vatnsskarði, Öxnadalsheiði og í Víkurskarði vegna veðurs. Reiknað er með að aðstæður á þessum fjallvegum batni um miðjan dag.

Færð og aðstæður

Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og víða skafrenningur. Þæfingsfærð er á Lyngdalsheiði og  í  norðanverðum Hvalfirði og á nokkrum útvegum.  Þungfært er á Þingvallavegi eins og er en unnið að hreinsun.

Snjóþekja eða þæfingsfærð er á  vegum á Vesturlandi og víða éljagangur eða snjókoma. Þungfært er á Útnesvegi.

Það er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum á Vestfjörðum og enn ófært á Klettshálsi, Mikladal og Hálfdáni og þæfingsfærð á Kleifaheiði. Þæfingsfærð er einnig á Steingrímsfjarðarheiði og hvasst og blint.

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi, víða mjög hvasst og skafrenningur. Ófært  er á kafla fyrir austan Hvammstanga og einnig ófært á Hófaskarði. 

Á Austurlandi er víða snjóþekja eða hálka á vegum en á Fjarðarheiði er þæfingsfærð og óveður. Flughálka er frá Hvalnesi og suður að Höfn, hvasst og snjókoma og slæmt ferðaveður. Hálka eða snjóþekja er þar fyrir vestan.

Þingskálavegur

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Fréttin hefur verið uppfærð en nú á öðrum tímanum var óvissustigi sem var í gildi á Hellisheiði og í Þrengslum aflétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert