Vinnur með arfleifðina og hið íslenska umhverfi

Víðir segir að nútímaskartgripahönnun snúist um meira en bara útlit …
Víðir segir að nútímaskartgripahönnun snúist um meira en bara útlit fullunninna hluta.

Víðir Mýrmann I. Þrastarson er borinn og barnfæddur Íslendingur, þriggja barna faðir og starfandi listmálari, sem hefur lengi fengist við listir og sköpun, bæði í formi sjónlista og í músík. Hann fluttist til Bretlands, ásamt kærustu sinni, Kamillu Svavarsdóttur, þar sem hann stundar nú nám í hönnun nútímaskartgripa sem flokka mætti sem einskonar listrænt skart.

„Áhuginn á að skapa vaknaði mjög snemma hjá mér og er orðinn algjörlega samofinn persónu minni í dag. Ég hef verið mjög ötull í sýningarhaldi síðustu tuttugu árin, verk eftir mig finnast víða í einkasöfnum og ég er einn af ungu listamönnunum hjá Gallerí Fold,“ segir Víðir. Hann hefur einnig af og til í nokkur ár kennt listmálun, enda með bæði mikla menntun og reynslu á því sviði.

„Ég nam meðal annars í Myndlistaskólanum í Reykjavík, lærði hönnun í Iðnskólanum í Reykjavík og var gítarnemandi í Tónlistarskóla FÍH um tíma. Árið 2011 til 2012 var ég svo nemandi hins norska, umdeilda en stórgóða listmálara, Odd Nerdrum.

Sjá stórt samtal við Víði í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert