Bregðast þarf við vanda innflytjenda

Fjöldi nemenda með íslensku sem annað tungumál hefur tífaldast síðustu …
Fjöldi nemenda með íslensku sem annað tungumál hefur tífaldast síðustu 20 ár. mbl.is/​Hari

Útkoma svokallaðra ÍSAT-nemenda, eða nemenda sem hafa íslensku sem annað tungumál, í síðustu PISA-könnunum þykir sérstakt áhyggjuefni.

Lesskilningi þeirra hefur hrakað enn hraðar en hjá nemendum sem eiga íslensku að móðurmáli. Hlutfall ÍSAT-nemenda sem eru í allra neðstu mörkum í lesskilningi er mun hærra á Íslandi, 56,9%, en meðaltal OECD-ríkja sem er 32,7%.

Þessi þróun verður samfara gífurlegri fjölgun innflytjenda hér á landi og bendir til þess að ekki hafi verið nógu vel staðið að aðlögun þeirra í skólakerfinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert