Grímur hættir hjá SAF

Grímur Sæmundsen.
Grímur Sæmundsen. mbl.is/Golli

Grímur Sæmundsen hefur ákveðið að hætta sem formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Aðalfundur samtakanna fer fram 21. mars og hefur Grímur látið vita að hann muni ekki gefa kost á sér áfram en hann hefur gengt formennsku undanfarin fjögur ár.

„Að mínu mati hefur starfsemi SAF eflst mikið á undanförnum fjórum árum og staða samtakanna er nú sterk sem helsta málsvara og hagsmunagæsluaðila stærstu útflutningsatvinnugreinar landsins,“ segir Grímur í samtali við Túrista þegar hann er spurður um ástæðu þess að hann ætli að hætta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert