Niðurrif á Valbjarnarvelli

Stúka Valbjarnarvallar hefur verið dæmd ónýt.
Stúka Valbjarnarvallar hefur verið dæmd ónýt. mbl.is/RAX

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að fjarlægja áhorfendastúku og steypt áhorfendastæði við Valbjarnarvöllinn í Laugardal.

Þessi mannvirki eru í niðurníðslu og hafa verið dæmd ónýt. Tvennt var hægt að gera í stöðunni; að setja stórfé í endurbætur eða jafna mannvirkin við jörðu.

Kostnaðaráætlun við niðurrif mannvirkjanna er 50 milljónir króna. Áætlað er að hefja framkvæmdir í mars næstkomandi og þeim ljúki í maí. Þegar mannvirkin hafa verið rifin verður svæðið tyrft, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert