Sérsveitin kölluð til vegna gabbs

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til vegna málsins. Mynd úr safni.
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til vegna málsins. Mynd úr safni.

Karlmaður um þrítugt hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir gabb með því að hafa hringt í Neyðarlínuna og tilkynnt um vopnaburð félaga síns sem ekki reyndist grundvöllur fyrir.

Í ákæru málsins kemur fram að maðurinn hafi hringt í Neyðarlínuna í september árið 2016 og tilkynnt að félagi sinn hefði tekið fram haglabyssu og skot og farið að veifa vopninu í íbúð í Fossvogshverfi.

Lögregla, sérsveit og sjúkrabifreið voru send á vettvang vegna málsins, en sem fyrr segir reyndist um gabb að ræða.

Varðar meint brot mannsins við 120.grein almennra hegningarlaga, en slík brot varða sektum eða fangelsi allt að þremur mánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert