Vilja segja upp kjarasamningum

Félagsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands vilja kjarasamningum verði sagt upp.
Félagsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands vilja kjarasamningum verði sagt upp. mbl.is/Árni Sæberg

Meirihluti félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands vill að kjarasamningum verði sagt upp. Ástæðan er sögð skýr forsendubrestur. Er það niðurstaða viðhorfskönnunar meðal félagsmanna sem Rafiðnaðarsambandið stóð fyrir.

Endurskoðun kjarasamninga fer fram fyrir lok þessa mánaðar og segir í tilkynningu á vefsíðu félagsins að ljóst sé að forsendur hafi brostið fyrir ári síðan en á þeim tímapunkti hafi verið ákveðið að fresta ákvörðun til þessa árs. Var það samninganefnd ASÍ sem náði samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um þá frestun.

Meirihluti félagsmanna vill að kjarasamningum verði sagt upp núna og eru ákvarðanir kjararáðs á undanförnum árum sagðar veigamesti þátturinn sem hefur áhrif á viðhorf félagsmanna. Í tilkynningunni segir ákvarðanir kjararáðs stuðla að misskiptingu í samfélaginu. Þá vilji fólk einnig sjá breytingar á skattgreiðslum.

Nú sé verkefnið í höndum samninganefndar ASÍ og endanlegrar niðurstöðu að vænta í lok febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert