Dómur í fyrsta máli Landsréttar

Landsréttur er með aðsetur í Kópavogi.
Landsréttur er með aðsetur í Kópavogi. mbl.is/Hanna

Dómur í fyrsta máli Landsréttar, hinu nýja millidómsstigi, var kveðinn upp í dag. Þetta fyrsta mál varðar um­ferðarlaga­brot og var málinu vísað aftur í héraðsdóm til meðferðar að nýju. Allur áfrýjunarkostnaður greiðist úr ríkissjóði þar með talin málsvarnarlaun sem nema 300 þúsund krónum.  

Í málinu er ákærða gefið að sök að hafa, föstu­dag­inn 20. mars 2015, ekið bif­reið svipt­ur öku­rétti og án þess að hafa notað ör­ygg­is­belti suður Höfðabakka í Reykja­vík, til móts við Fálka­bakka. Hann krafðist jafnframt ómerk­ing­ar á fyrri dómi héraðsdóms en hann mætti ekki við aðalmeðferð máls­ins og var því jafnað við viður­kenn­ingu sekt­ar.

Landsréttur féllst á kröfu ákærða en til vara krafðist hann sýknu af kröfu ákæruvaldsins. 

Í málinu gerði ákæruvaldið kröfu að refsing ákærða yrði þyngd og jafnframt að ákærði verði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað í málinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert