Áhugi á háhýsi í Breiðholti

Áform GP-arkitekta gera ráð fyrir að græni turninn fyrir miðju …
Áform GP-arkitekta gera ráð fyrir að græni turninn fyrir miðju rísi. Þar er nú verslunarhúsnæði á einni hæð auk bílastæðis.

Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum.

Arkitektastofan GP-arkitektar sendi skipulagsfulltrúa erindi í apríl í fyrra og var það tekið fyrir á fundi skipulagsstjóra 12. janúar síðastliðinn. Var erindinu vísað til verkefnisstjóra ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, en ekki liggur fyrir hvers eðlis umsögn hans var.

Ef af byggingu hússins verður bætast 50 íbúðir við á svæði sem nú geymir að mestu bíla. Tillagan gerir ráð fyrir verslun og þjónustu á neðstu hæð hússins, en að íbúðir verði á hinum fjórtán hæðunum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert