Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

Líf mun færast á ný í húsnæði St. Jósefsspítala í …
Líf mun færast á ný í húsnæði St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.

Hafnarfjarðarbær keypti St. Jósefsspítala af ríkinu á síðasta ári og skipaði í kjölfarið starfshóp til þess að koma með tillögur að notkun húsnæðisins. Hugmynd um lífsgæðasetur varð ofan á. Til þess að það verði að veruleika þarf að leggja í 200 milljóna króna kostnað við lagfæringar á húsinu.

Gert er ráð fyrir því að aðstaða í húsinu verði leigð út og rekstur hússins verði sjálfbær þegar það verður komið í fullan rekstur. Lífsgæðasetrinu er ætlað að efla Hafnarfjörð sem heilsubæ, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert