Stórhættulegur framúrakstur

Framúraksturinn stórhættulegi á laugardaginn.
Framúraksturinn stórhættulegi á laugardaginn. Ljósmynd/Skjáskot

„Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.

Litlu munaði að stórslys yrði á Reykjanesbrautinni, skammt frá álverinu í Straumsvík, á laugardaginn þegar fólksbifreið náði naumlega að taka fram úr snjómokstursbílnum sem hann ekur.

Engu munaði að hún skylli á annarri bifreið sem kom á móti og ætlaði sjálf að taka fram úr.

„Fyrst maður náði þessu á mynd vill maður minna fólk á að fara varlega,“ segir Guðmundur, sem var að salta veginn þegar atvikið átti sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert