Hvellurinn nær hámarki fyrripartinn

Fólk er hvatt til að sýna varúð í veðurhamnum sem …
Fólk er hvatt til að sýna varúð í veðurhamnum sem gengur yfir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er veðurhvellur sem við sjáum ekki á hverju ári,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið á höfuðborgarsvæðinu fyrripart dags. Veðurstofan sendi í gær frá sér appelsínugula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Norðurland vestra.

Gul viðvörun er í gildi alls staðar annars staðar á landinu, en spáð er allt að 23-28 m/s og snjókomu og slæmu skyggni í efri byggðum og austur frá Reykjavík. Þá er búist við því að hviður geti orðið allt að 40 m/s á Reykjanesbraut um klukkan 8 og fram yfir klukkan 10 á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Þá er foktjón afar líklegt og ferðalög mjög varasöm meðan á veðurofsanum stendur, en á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að Reykjanesbraut auk annarra vega verður lokuð fyrripart dags.

Elín segir að veðrið muni ganga hratt yfir, en búist er við er að það verði verst frá klukkan 7 til 14 í dag. Hún biður fólk að sýna skynsemi á leið til vinnu í dag. „Fólk verður að nota hyggjuvitið en það eru líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert