Rafmagnsvagnarnir koma í mars

Rafstrætisvagnarnir eru væntanlegir eftir um mánuð.
Rafstrætisvagnarnir eru væntanlegir eftir um mánuð. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Samkvæmt upplýsingum frá Yutong Eurobus tafðist afhending á rafmagnstrætisvögnum frá Kína vegna þess að aðlaga þurfti burðarvirki þeirra íslenskum hraðahindrunum.

Morgunblaðið greindi frá því í gær að Strætó bs. hefði gert 880 milljóna króna samning við kínverska rafbílaframleiðandann Yutong Eurobus en enginn vagn hefði verið afhentur á grundvelli samningsins enn. Samningarnir voru gerðir í þremur örútboðum og áttu fyrstu fjórir vagnarnir að afhendast í júní í fyrra.

Benedikt G. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Yutong Eurobus, segir hins vegar að fyrstu fjórir vagnarnir muni koma til Belgíu frá Kína hinn 2. mars og ættu að vera komnir til Íslands um miðjan mánuðinn. Næstu fimm koma síðan til Íslands um mánaðamótin maí júní og síðustu fimm eru á áætlun í lok ágúst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert