752 hættu námi í framhaldsskólum

Verzlunarskóli Íslands.
Verzlunarskóli Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Alls hættu 752 nemendur námi í framhaldsskólum áður en til lokaprófa kom á haustönn 2017. Þar af voru 403 eldri en 18 ára. Þetta kemur fram í skýrslu Menntamálastofnunnar um aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum.  

Flestir nemendur, eða 213, hættu eða var vísað úr námi vegna brots á mætingarreglum og þar af voru 80 nemendur á fræðsluskyldualdri. 

Alls sagðist 141 nemandi, eða 19%, hafa hætt vegna andlegra veikinda. Ef skoðaður er aldur þeirra má sjá að alls hættu 83 nemendur yngri en 18 ára vegna þessa á haustönn 2017.

Þá hættu 14 nemendur í námi af fjárhagsástæðum og 99 hættu vegna áhugaleysis.

Skýrsluna í heild sinni má sjá hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert