Fær 8,7 milljónir vegna umferðarslyss

mbl.is/Ófeigur

Hæstiréttur dæmdi föður manns og tryggingafélag hans til bótaskyldu vegna alvarlegs bílslyss. Farþegi bílsins fær frá þeim tæpar 8,7 milljónir króna í skaðabætur en hann slasaðist töluvert í slysinu. Hann er þó talinn meðábyrgur en ökumaðurinn, sonur hins bótaskylda, lést í slysinu.

Slysið átti sér stað árla morguns í apríl 2011 þegar mennirnir tveir er lentu í slysinu fóru akandi frá Neskaupstað til Akureyrar þar sem þeir fóru á dansleik. Fóru þeir á bifreið föður annars þeirra. Sonurinn ók bifreiðinni fyrst um sinn en vinur hans tók svo við akstrinum. Þá drakk sonurinn nokkra bjóra það sem eftir var leiðarinnar.

Vinurinn kveðst ekki hafa drukkið mikið og lagt sig í bílnum eftir að skemmtistaðnum hafi verið lokað. Eftir það hafi hann svo ekið bifreiðinni frá Akureyri sömu leið og þeir komu. Hafi hann orðið þreyttur eftir um klukkutíma akstur og sonurinn þá tekið við akstrinum. Vinurinn sofnaði þá fljótlega en vaknaði eftir að bifreiðin valt og fór út af veginum í Langadal á Möðrudalsöræfum. Ökumaðurinn lést í slysinu en farþeginn slasaðist töluvert og var metinn 15% öryrki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert