Framtalsskilum flýtt um mánuð

Embætti ríkisskattstjóra stefnir að því að ljúka álagningu einstaklinga mánuði fyrr en áður hefur verið eða 31. maí nk. Verður það í annað sinn á þremur árum sem álagningunni er flýtt.

Reiknað er með að opnað verði fyrir framtalsskil hinn 1. mars nk. og framtalsfrestur standi til 13. mars.

Með breytingunum sem stefnt er að á þessu ári hefur álagningartími einstaklinga verið færður fram um tvo mánuði. Samhliða þessu er gert ráð fyrir að frestur til að kæra niðurstöðu álagningar verði lengdur í þrjá mánuði, að því er fram kemur í umfjöllun um framtalsmálin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert