Háskólanemi leigir þjónustuíbúð fyrir aldraða

Sverrir Heiðar ásamt Önnu Hermannsdóttur, forstöðumanni í Lönguhlíð, og Regínu …
Sverrir Heiðar ásamt Önnu Hermannsdóttur, forstöðumanni í Lönguhlíð, og Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Sverrir Heiðar Davíðsson, 21 árs gamall háskólanemi í hugbúnaðarverkfræði, fékk leiguíbúð í Lönguhlíð þrjú, þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti að fara í tilraunaverkefni með að bjóða háskólanemum að leigja tvær þjónustuíbúðir í þjónustukjörnum fyrir aldraða.

Nú hefur annarri af tveimur íbúðum verið úthlutað. Sverrir Heiðar fékk afhenta lykla að sinni íbúð í Lönguhlíð 3 og flytur inn á næstu dögum. 

Sverrir mun fá greidd laun fyrir að vinna í þjónustukjarnanum og verður viðbót við það starfslið sem sinnir umönnun þar. Framlag hans verður fyrst og fremst af félagslegum toga. Hann verður einn íbúa og mun vinna hans fela í sér samneyti við aðra íbúa þar á almennum nótum, vinnan miðar að því að örva og efla nágranna sína í ýmiss konar færni á borð við notkun samfélagsmiðla og snjalltækja eða í listsköpun.

20 umsækjendur uppfylltu skilyrði til að leigja þjónustuíbúð aldraðra og var Sverrir Heiðar valinn úr þeim hópi. Annar nemi fær svo afhenta lykla að íbúð sinni í þjónustukjarnanum í Norðurbrún 1 innan tíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 

Heiðar Davíðsson og Regína Ásvaldsdóttir.
Heiðar Davíðsson og Regína Ásvaldsdóttir. Ljósmynd/Reykjavíkurborg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert