Mæling í þvagi verði ekki lengur notuð

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinna við frumvarp til nýrra umferðarlaga stendur yfir í ráðuneyti samgöngumála en í því verður lögð til sú grundvallarbreyting frá gildandi lögum að mæling á mögulegri ávana- og fíkniefnaneyslu ökumanns, sem grundvöllur að ályktun um að hann teljist undir áhrifum slíkra efna og því óhæfur til að aka ökutæki, fari aðeins fram á blóði ökumanns

Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra við skriflegri fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata, þess efnis hvað liði vinnu að slíkum breytingum. Þar með, segir ennfremur í svarfinu, verði felld niður vísun til þess að mæling í þvagi geti verið nægur grundvöllur í þeim efnum. „Gert er ráð fyrir að drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga verði birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda á næstunni.“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert